Fjallskilastjórn Miðfirðinga

Fjallskilastjórn Miðfirðinga fjallskilastjórnar haldinn fimmtudaginn 10. desember 2020 kl. 14:00 Staðarbakka.

Fundarmenn

Rafn Benediktsson, Valgerður Kristjánsdóttir og Ebba Gunnarsdóttir.

Dagskrá:

  1. Uppgjör vegna seinni leita á hrossum.  Helga Rós Níelsdóttir Fremri Fitjum hefur sent fjallskilastjórn bréf þar sem hún lýsir óánægju sinni með smölun á hrossum og leggur fram vinnuskýrslu við eftirleit hrossa.  Sr. Magnús Magnússon Lækjarbakka lagði ennfremur fram skýrslu vegna eftirleita hrossa haustið 2020.  Fjallskilastjórn fór ýtarlega yfir skýrslurnar og samþykkir að greiða 869 km vegna hrossaleita og 92 klst í eftirleitir.  Ljóst er að setja þarf reglur um upprekstur hrossa í framtíðinni þannig að fullorðin hross fylgi tryppum á heiðina.
  2. Fjallskil stemmd af og send út í ráðhús.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 16:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?