Fjallskilastjórn Hrútfirðinga að austan

Fjallskilastjórn Hrútfirðinga að austan fjallskilastjórnar haldinn miðvikudaginn 22. nóvember 2023 kl. 20:30 að Bálkastöðum I.

Fundarmenn

Guðmundur Ísfeld, Brynjar Ottesen og Jón Kristján Sæmundsson

Fundargerð ritaði: Guðmundur Ísfeld

1.  Stjórn hittist til að ræða og fara yfir vinnu við fjallskil
• Heildarfjöldi fjár 3595 stk.
• Hross alls 90 stk.
• Fé á heiði 2233 stk.
• Enginn hross rekinn á heiði
Formanni falið að ganga frá fjallskilum og senda inn til sveitarfélagsins.
2.  Stjórn ræddi um seinni göngur, þrisvar var farið eftir seinni göngur til að sækja fé sem hafði verið eftir, einnig voru tvö trippi austan úr miðfirði með óþekkt en komust til eigenda síns að lokum.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 22:00

Var efnið á síðunni hjálplegt?