Fjallskilastjórn Hrútfirðinga

Fjallskilastjórn Hrútfirðinga fjallskilastjórnar haldinn þriðjudaginn 20. júní 2023 kl. 20:00 að Bálkastöðum I.

Fundarmenn

Guðmundur Ísfeld, Brynjar Ottesen og Jón Kristján Sæmundsson

Fundargerð ritaði: Guðmundur Ísfeld

Stjórn hittist á Bálkastöðum I.

 

1. Viðhaldvega, vegurinn fram hjá Fossseli til heiðar er orðin fær, og búið að skipta um ræsi við Fitjalæk.
2. Formaður sendi landbúnaðarráði bréf og óskaði eftir viðbótarfjármagni vegna kostnaðar við ræsi. Fjárveiting til deildarinnar lækkaði samt milli ára, vegna þess að Vegagerðin lækkaði framlög til styrkvega um 3 milljónir í sveitarfélaginu.
3. Viðhald girðinga, viðhaldi girðinga er lokið.
4. Upprekstur, gróðurfarsnefnd hefur skoðað heiðina.
5. Stjórn Fjallskiladeildar Hrútfirðinga að austan hefur ákveðið að leyfi til upprekstrar á afrétt árið 2023 verði með eftirfarandi hætti: Heimilt verði að fara með fé á heiði frá og með miðvikudeginum 21. júní kl 20:00 og hross frá og með 9. júlí. Æskilegt er að dreifa upprekstri á nokkurn tíma og til að byrja með mælst er til þess að sem fæstu fé verði sleppt vestan Hrútafjarðarár.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 22:00

Var efnið á síðunni hjálplegt?