Fjallskilastjórn Hrútfirðinga

Fjallskilastjórn Hrútfirðinga fjallskilastjórnar haldinn þriðjudaginn 11. ágúst 2020 kl. 00:00 .

Fundarmenn

Guðmundur Ísfeld
Jóhann Böðvarsson
Jón Kristján.

Fundur í fjallskilastjórn 11. ágúst Tungubúð. kl. 21:00.

Stjórn hittist til að fara yfir fjallskilaseðil og uppfæra. Ákveðið er að flýta göngum á fimmtudegi til að ná að smala lengra norður og fara 9:00 í stað 07:00 áður. Gangnamat hækkar sem því nemur og verð rúnnuð af. Flokkur vaskra manna fóru og girtu 1,5 km. af milligirðingu. Fóru Brynjar á Bálkastöðum og Jón í Hrútatungu á dráttarvélum, Þorsteinn á Reykjum, Gunnar Þóroddsstöðum og Ásgeir Brautarholti fóru á hjólum. Voru þeir frammi á heiði eina nótt og langt fram á næstu nótt. Ekki fleira tekið fyrir. Formanni falið að senda fjallskilaseðil. Fundi slitið kl. 22:30.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?