Fjallskilastjórn Hrútfirðinga
Fjallskilastjórn Hrútfirðinga fjallskilastjórnar haldinn mánudaginn 13. júní 2022 kl. 20:00 Bálkastöðum 1.
Fundarmenn
Guðmundur Ísfeld, Brynjar Ottesen og Jón Kristján Sæmundsson
Fundargerð ritaði: Guðmundur Ísfeld
Stjórn hittist á Bálkastöðum I.
Nefnd skipti með sér verkum.
Guðmundur Ísfeld formaður og ritari, Brynjar Ottesen og Jón Kristján Sæmundsson meðstjórnendur.
Rætt var um viðhald girðingar. Formanni falið að leita eftir mannskap í verkið. Milligirðing rædd. Brynjar og Jón fóru og skoðuðu veginn fram að girðingu. Brynjar á Bálkastöðum ætlar að fara í viðhald á vegi. Gróðurfarsefnd fer og skoðar heiðina. Stefnt verður að leyfa upprekstur 15. Júní og hross 22. Júní.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 22:00