Fjallskilastjórn Hrútfirðinga

Fjallskilastjórn Hrútfirðinga fjallskilastjórnar haldinn sunnudaginn 19. júlí 2020 kl. 00:00 .

Fundarmenn

Guðmundur Ísfeld.
Jóhann Böðvarsson
Jón Kristján.

 Fundur í fjallskilastjórn og síðan fjallskiladeild, haldinn í Tungubúð við Hrútatungurétt 19. júlí kl. 20:00.

Stjórn hittist til að ræða um milligirðingu og framkvæmd hennar. Megnið af efni sem þarf er til og staðsett í Hrútatungu. Þegar leið á fundinn bættust við Albert Eyjanesi, Steini og Alla Reykjum, Gunnar á Þóroddsstöðum, Matthildur Hjálmarsdóttir, Ásgeir Brautarholti og Brynjar og Guðný Bálkastöðum. Málin voru rædd fram og til baka og sitt sýndist hverjum hvernig best væri að haga verkinu. Árið áður fóru Matthildur og  Lárus Jón á dráttarvél og rifu gamla girðingu og sléttuðu undir 1,5 km. girðingarstæði, þá er annað eins ósléttað. Mikið grjót og urðir eru á svæðinu og mjög erfitt yfirferðar. Ákveðið var að næstkomandi miðvikudag skyldi fara og girða. Brynjar og Jón Kr. ætla að fara á dráttarvélum með efni. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hverjir geta farið á hjólum. Rætt var um breytingu á fjallskilareglugerð og tilfærslu marka á fjallskiladeild. Ákveðið að fresta umræðu og afla betri upplýsinga. Fundi slitið eftir gott spjall og umræður kl. 23:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?