Fjallskilastjórn Hrútfirðinga

Fjallskilastjórn Hrútfirðinga fjallskilastjórnar haldinn miðvikudaginn 10. júní 2020 kl. 06:28 Jaðri.

Fundarmenn

Guðmundur Ísfeld.
Jóhann Böðvarsson
Jón Kristján

Fundur í Fjallskilastjórn, haldinn 10. júní 2020. Stjórn mætti til fundar á Jaðri kl. 20:30.

 

Rætt var um viðhald girðinga. Ákveðið að leita til þeirra sem áður hafa tekið að sér viðhald. Rætt um framhald af milligirðingu. Máli frestað. Guðmundur og Jón Kr. búnir að fara og skoða veginn fram í Fosssel. Vegurinn er skemmdur eftir akstur snemma um vorið áður en hlið hjá Fossi var læst. Úrrennsli á nokkrum stöðum en annars nokkuð góður. Brynjar á Bálkastöðum búinn að laga úrrennsli  við Bískálará og Hjalti í Fossseli búinn að laga við nokkur ræsi nálægt Fossseli. Jón Kristján ætlar að fara með vél og laga það sem uppá vantar. Ákveðið að gróðurskoðun fari fram með girðingarviðhaldi. Formaður fór fram á heiði að skoða gróður og fannst hann ekki of góður, en að koma til. Einnig hefur ekki náðst að gera við varnargirðingu á móti Borgfirðingum. Ákveðið að leyfa upprekstur á afrétt frá og með 20. júní. Hross frá 28. júní. Farið verður að fúaverja réttina og eru nokkur ungmenni komin í verkið.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 22:55.

Var efnið á síðunni hjálplegt?