Fjallskilastjórn fyrrum Bæjarhrepps

Fjallskilastjórn fyrrum Bæjarhrepps fjallskilastjórnar haldinn sunnudaginn 30. ágúst 2020 kl. 00:00 Kollsá.

Fundarmenn

Ingimar Sigurðsson, Hannes Hilmarsson, Sigrún Waage , Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir

Rætt var um fyrirkomulag leita og réttastarfa sem framundan eru. Farið verður að útgefnum tilmælum er það varða. Leitarstörf verða að mestu með hefðbundnu sniði. Til að uppfylla 100 manna takmörkun við réttarstörf verða gefnir út miðar á hvern bæ til að halda niðri fjölda.

Réttarstjóra falið að útvega handspritt og grímur til að eiga við réttina. Hún sér einnig um að snyrting og handþvottaaðstaða sé klár.

Ásamt þessu verður hvert heimili sem sendir fulltrúa í réttina, hvatt til að sinna sótt- og smitvörnum fyrir sitt fólk.

Stjórn mun sjá um að ráðinn verði hliðvörður og smitvarnafulltrúi verði á svæðinu.

Verði breytingar á fjöldatakmörkunum, verður brugðist við því þegar þar að kemur.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?