Fjallskilastjórn fyrrum Bæjarhrepps

Fjallskilastjórn fyrrum Bæjarhrepps fjallskilastjórnar haldinn sunnudaginn 9. ágúst 2020 kl. 20:30 Að Kjörseyri, Bæjarhreppi.

Fundarmenn

Ingimar Sigurðsson 

 

Sigrún Waage 

 

Hannes Hilmarsson 

 

Fundargerð ritaði: Ingimar Sigurðsson

Dagskrá fundar:

Farið var yfir leitarseðil og helstu atriði uppfærð í samræmi við nýjustu upplýsingar.

Samþykkt var að fjallskil verði óbreytt frá fyrra ári og séu því á vetrarfóðraða kind kr 88. Einnig var samþykkt að greiðslur til jöfnunar fjallskila verði óbreytt kr 5700

Samkvæmt fjallskilareglugerð Húnaþings vestra skal réttað í Hvalsárrétt laugardaginn 19. september og Kvíslarland verður leitað föstudaginn 18. september.

Önnur leit verður laugardaginn 3. október.

Réttað verður í Hvalsárrétt sunnudaginn 4. október kl 13.00

Hugsanlegt er að hert verði enn frekar á sóttvarnaraðgerðum og fjöldatakmörkunum vegna covid-19, getur því komið til breytinga á réttarstörfum í samræmi við það.

Formanni falið að ganga frá leitarseðli og koma honum til dreifingar.

 

Hvalsárrétt er í fínu standi þar sem borið var á hana í sumar.

 

Safngirðingu þarf að fara yfir og gæti þurft að endurnýja einhverja hluta, formanni falið að tala við girðingaverktaka.

 

Við úthlutun fjár til styrkvega 2020 hjá Landbúnaðarráði Húnaþings vestra, fékk fjallskiladeild fyrrum Bæjarhrepps 600.000kr í styrk. Verður honum skipt eftir þörfum og verður farið yfir það næstu vikur.

 

Landbúnaðarráð sendi fjallskilareglugerð Húnaþings vestra til umsagnar í allar fjallskiladeildir. Vill stjórn gera breytingar á dagsetningu Hvalsárréttar á þann hátt að réttað verði í fyrsta lagi 10. september og í síðasta lagi 16. september. Að öðru leiti gerir stjórn ekki athugasemdir við fjallskilareglugerðina.

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 22.30

 

 

Ingimar Sigurðsson (sign)

 

Sigrún Waage (sign)

 

Hannes Hilmarsson (sign)

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?