Fjallskilastjórn fyrrum Bæjarhrepps

Fjallskilastjórn fyrrum Bæjarhrepps fjallskilastjórnar haldinn sunnudaginn 18. ágúst 2019 kl. 12:30 Kjörseyri.

Fundarmenn

 Mættir voru undirritaðir :

Ingimar Sigurðsson 

 Sigrún Waage 

 Hannes Hilmarsson 

 

Fundargerð ritaði: Ingimar Sigurðsson

Farið var yfir leitarseðil og helstu atriði uppfærð í samræmi við nýjustu upplýsingar.

Samþykkt var að fjallskil verði óbreytt frá fyrra ári og séu því á vetrarfóðraða kind kr 88.

Einnig var samþykkt að greiðslur til jöfnunar fjallskila verði óbreytt kr 5700

Samkvæmt fjallskilareglugerð Húnaþings vestra skal réttað í Hvalsárrétt laugardaginn 14. september og Kvíslarland verður leitað föstudaginn 13. september.

Önnur leit verður laugardaginn 28. september.

Réttað verður í Hvalsárrétt sunnudaginn 29. september kl 13.00

Formanni falið að ganga frá leitarseðli og koma honum til dreifingar.

 

Hvalsárrétt er í þokkalegu standi og þarf ekki að huga að neinu viðhaldi á þessu ári, en bera þyrfti á hana sumarið 2020. Stefnt er að því að undirbúa það í vetur.

 

Safngirðingu þarf að fara yfir og endurnýja að hluta, formanni falið að tala við girðingaverktaka.

 

Rætt var um aðhaldsgirðingu ofan vegar norðan við Hvalsá. Formanni falið að sækja um styrk til þess verkefnis.

 

Ekkert fjármagn kom í viðhald vega á svæðinu árin 2017, 2018 og 2019. Fjallskilastjórn vonast til að breyting verði þar á árið 2020.

 

 Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 13.15


 Ingimar Sigurðsson (sign)

 Sigrún Waage (sign)

 Hannes Hilmarsson (sign)

Var efnið á síðunni hjálplegt?