Fjallskilastjórn Bæjarhrepps

Fjallskilastjórn Bæjarhrepps fjallskilastjórnar haldinn fimmtudaginn 26. ágúst 2021 kl. 21:00 Að Kjörseyri .

Fundarmenn

Ingimar Sigurðsson, Sigrún Waage og Hannes Hilmarsson

Fundargerð ritaði: Ingimar Sigurðsson

Dagskrá fundar: 

Farið var yfir leitarseðil og helstu atriði uppfærð í samræmi við nýjustu upplýsingar.

Vegna aukins kostnaðar við flutning sauðfjár, viðhalds Hvalsárréttar og safngirðingar, var samþykkt að hækka fjallskil frá fyrri árum og verði því á vetrarfóðraða kind kr 108. Einnig var samþykkt að greiðslur til jöfnunar fjallskila hækki í kr 5.900-

Samkvæmt fjallskilareglugerð Húnaþings vestra skal réttað í Hvalsárrétt laugardaginn 18. september og Kvíslarland verður leitað föstudaginn 17. september.

Önnur leit verður laugardaginn 2. október.

Réttað verður í Hvalsárrétt sunnudaginn 3. október kl 13.00

 

Hugsanlegt er að hert verði enn frekar á sóttvarnaraðgerðum og fjöldatakmörkunum vegna covid-19, getur því komið til breytinga á réttarstörfum í samræmi við það.

Formanni falið að ganga frá leitarseðli og koma honum til dreifingar.

 

Hvalsárrétt er í ágætu standi en bera þyrfti ofaní veg að réttinni og einn að skipta um möl í almenningi.

 

Safngirðingu er búið að fara yfir og er í nokkuð góðu standi. Skipt var um nokkra staura og strekt á einstaka vír.

 

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 21.57

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?