Fjallskiladeild Vatnsnesinga

Fjallskiladeild Vatnsnesinga fjallskilastjórnar haldinn fimmtudaginn 12. ágúst 2021 kl. 20:00 Hamarsbúð Vatnsnesi.

Fundarmenn

Auðbjörg Magnúsdóttir

Ágúst Þorbjörnsson

Þormóður Heimisson

 

 

Fundargerð ritaði: Þormóður Heimisson

Almennur fundur var haldinn í Fjallskiladeild Vatnsnesinga í Hamarsbúð þann 12. ágúst 2021. Umfjöllunarefni fundarins voru smalamennskur, göngur og réttir og fulltrúi MAST mætti á fundinn með leiðbeiningar. Góð mæting var á fundinn.

Vegna riðutilfella í Vatnsneshólfi kallaði stjórn eftir því að Mast gæfi út leiðbeiningar við tilhögun smölunar, flokkunar og meðhöndlun sauðfjár í hauststörfum framundan.

Þórður Pálsson frá MAST kom á fundinn og miðlaði fróðleik og benti á mikilvæga þætti í smitvörnum. Þórður svaraði fyrirspurnum að loknu erindi sínu og sýndi myndbönd af riðuveikum ám með einkenni.

Farið var yfir fleiri mál og rædd réttardagsetning, fjárhag deildarinnar og smölun á framfjalli þar sem engin aðstaða er til skila nema fjárhús bænda á svæðinu. Ljóst er samkvæmt leiðbeiningum MAST að á svæðið vantar skilarétt til flokkunar á haustin, staðsett á landsvæði þar sem ekki er fjárbúskapur. Einnig var rætt um smalamennskur á útfjalli þar sem svipuð staða er og á framfjalli, engin skilarétt.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?