3. fundur Fjallskilastjórnar Hrútfirðinga að austan

3. fundur Fjallskilastjórnar Hrútfirðinga að austan fjallskilastjórnar haldinn miðvikudaginn 28. september 2022 kl. 21:00 að Bálkastöðum.

Fundarmenn

Guðmundur Ísfeld.

Brynjar Æ. Ottesen.

Jón Kr. Sæmundsson.

Fundargerð ritaði: Guðmundur Ísfeld

Stjórn hittist til að fara yfir göngur og réttir. Í fyrri göngum var legið vegna þoku og ritari fór og sótti tvo gangnamenn til að sækja vistir og varahluti, smölun gekk þokkalega daginn eftir. Seinni göngum var frestað vegna veðurs og voru farnar í miðri viku á eftir með færri mönnum. Stjórn ræddi fyrirkomulag seinni gangna og var ákveðið að ræða það á almennum fundi síðar.

 

Sótt til fjárhagsáætlunar 2022. Stjórn lagði til eftirfarandi:

 

Heiðargirðing: 950 þús.

Milligirðing: 1.200 þús.

Hrútatungurétt: 350 þús.

Skútaskáli: 250 þús.

Fosselsvegur: 990 þús.

Rífa gamlar girðingar: 300 þús.

Formanni falið að koma þessu á blað og senda til sveitarstjórnar.

Fleira ekki tekið fyrir: fundi slitið kl. 23.00

Var efnið á síðunni hjálplegt?