Byggðarráð

1228. fundur 07. október 2024 kl. 14:00 - 16:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sigríður Ólafsdóttir
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Viktor Ingi Jónsson
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir
Dagskrá
Varaformaður setti fund.

1.Lokaskýrsla 2024

Málsnúmer 2409091Vakta málsnúmer

Lokaskýrsla hátíðarinnar Elds í Húnaþingi 2024 lögð fram.
Byggðarráð þakkar skipuleggjendum Elds í Húnaþingi greinargóðar upplýsingar.

2.Blakfélagið Birnur - Umsókn um styrk

Málsnúmer 2410012Vakta málsnúmer

Blakfélagið Birnur óskar eftir lækkun á leigu fyrir íþróttahús vegna Íslandsmóts í blaki.
Byggðarráð samþykkir niðurfellingu á leigu á íþróttahúsi vegna Íslandsmóts í blaki sem fram fer dagana 8.-10. nóvember nk.

3.Ráðning slökkviliðsstjóra

Málsnúmer 2408030Vakta málsnúmer

Lögð fram umsóknargögn vegna ráðningar slökkviliðsstjóra.
Starf slökkviliðsstjóra var auglýst laust til umsóknar með umsóknarfresti til 1. október sl. Ein umsókn barst.
Byggðarráð samþykkir að ráða Val Frey Halldórsson í 75% starf slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra frá 1. nóvember nk.

4.Fundargerð 952. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2410003Vakta málsnúmer

Fundargerð 952. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. sept. 2024 lögð fram til kynningar.

5.Stafræn byggingarleyfi - einn staður fyrir byggingarleyfi

Málsnúmer 2410001Vakta málsnúmer

Kynning á verkefninu Stafræn byggingarleyfi.
Lagt fram til kynningar

6.Samantekt um urðaðan úrgang hjá Norðurá bs

Málsnúmer 2410013Vakta málsnúmer

Lögð er fram samantekt um úrgangsmagn til urðunar hjá Norðurá bs. á þriðja ársfjórðungi ársins.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?