Viðmiðunarreglur vegna flýtingar um bekk eða byrja fyrr í grunnskóla.

Viðmiðunarreglur – Beiðnir vegna flýtingar um bekk eða byrja fyrr í grunnskóla.

Sálfræðingu fjölskyldusviðs sér um slíkar beiðnir. Eftirfarandi ferli er haft til hliðsjónar þegar ósk um flýtingu er metin:

  1. Miða skal við að beiðnir um flýtingu fyrir komandi skólaár að hausti, komi í síðasta lagi inn í skólalok að vori, maí-júní.
  2. Miða skal við að barn skori í meðallagi við börn ári eldri í grv. (í þeim bekk sem barnið mun fara)eða yfir á þroskamati skv. greindarprófi Wechslers fyrir börn (WPPSI fyrir yngstu börnin en WISC- IV fyrir þau eldri).
  3. .Miða skal við að heildarþroskastaða barns sé metin samkvæmt viðtali við foreldra og barn m.t.t, félags- og tilfinningalegs þroska þess (RCads fyrir foreldra og barn (Hegðun og líðan), GAD (Kvíði) og PHQ (Þunglyndi) fyrir barn.
  4. Miða skal við að óska heimildar foreldra til upplýsingaöflunar frá öðrum stofnunum, s.s. leikskóla og heilsugæslu varðandi heildarmat.
  5. Sálfræðingur kemur með tillögu sem mælir með/eða mælir ekki með flýtingu á grundvelli ofangreindra gagna og heildarniðurstöðu þroskamats. Ennfremur að bæði ferlið allt og endanleg ákvörðun sé tekin í samvinnu við foreldra og barn.
  6. Komi upp ágreiningur í ferlinu eða um niðurstöðu skal vísa honum til sviðsstjóra fjölskyldusviðs.

 

Sérfræðiþjónusta Fjölskyldusviðs Húnaþings vestra, 13. mars 2023, Anton Scheel Birgisson, Cand-psych, sálfræðingur.

Var efnið á síðunni hjálplegt?