Íbúafundur um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar

Dalabyggð og Húnaþing vestra hafa undanfarin misseri átt í viðræðum um sameiningu. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna hefur lagt fram álit með tillögu að sameiningu sem íbúar kjósa um 28. nóvember – 13. desember nk.

Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra boðar til íbúafunda þar sem álit nefndarinnar verður kynnt ásamt tillögu að sameiningu.

Fundirnir verða sem hér segir:

DALABYGGÐ

17. nóvember kl. 17:00

Dalabúð í Búðardal

HÚNAÞING VESTRA

18. nóvember kl. 17:00

Félagsheimilinu Hvammstanga

Við hvetjum íbúa sveitarfélaganna til að mæta á fundina og taka virkan þátt í samtalinu.

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti á meðan fundi stendur.

– Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra

Var efnið á síðunni hjálplegt?