Vörðum leiðina saman: Samráðsfundur með íbúum Norðurlands vestra

Vörðum leiðina saman: Samráðsfundur með íbúum Norðurlands vestra

Í október býður innviðaráðuneytið, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman.

Fundur fyrir íbúa Norðurlands vestra verður haldinn fimmtudaginn 20. október kl. 15-17.Tilgangur samráðsfundanna er að gefa íbúum og sveitarstjórnarfólki um land allt tækifæri til að hafa áhrif á stefnumótun í nokkrum helstu málaflokkum ráðuneytisins. Á fjarfundunum verður kastljósinu beint að framtíðaráskorunum í nokkrum málaflokkum sem varða sveitarfélög. Meginviðfangsefni fundanna verða umræður um stefnumótun í samgöngum, sveitarstjórnarmálum og húsnæðis- og skipulagsmálum. Einnig verður fjallað um nýsamþykkta byggðaáætlun.

Við hvetjum íbúa til að taka þátt í fjarfundinum sem haldinn er í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams. Hægt er að skrá sig á vef Stjórnarráðsins. Þátttakendur fá boð í tölvupósti til að tengja sig á fundina. Skráningu lýkur daginn fyrir fundinn, miðvikudaginn 19. október.

Nánari upplýsingar um fundaröðina

Skráning á fundinn

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?