Vinnuskóli Húnaþings vestra 2014

Vinnuskóli Húnaþings vestra 2014

Vinnuskóli Húnaþings vestra sumarið 2014

Húnaþing vestra mun starfrækja vinnuskóla í sumar fyrir 13-16 ára ungmenni. Vinnuskólinn hefst miðvikudaginn 4. Júní. Vinnutími er frá klukkan 8:30-12:00 árdegis og 13:00-16:00 síðdegis, frá mánudegi til fimmtudags og frá klukkan 8:30-12:00 á föstudögum. Verkbækistöð er að Norðurbraut 14, Hvammstanga. Starfsstöð verður einnig á Borðeyri, með sama sniði og síðustu ár.

Ungmenni fædd árið 1998 (10.b)
fá vinnu í 8-10 vikur.

Laun á tímann m/orlofi 670,00 kr.
hafa kost á að starfa í sláttuhópi.

Ungmenni fædd árið 1999 (9.b)
fá vinnu allan daginn í 7 vikur.

Laun á tímann m/orlofi 540,00 kr.

Ungmenni fædd árið 2000 (8.b)
fá vinnu allan daginn í 5 vikur.

Laun á tímann m/orlofi: 460,00 kr.

Ungmenni fædd árið 2001 (7.b)
fá vinnu hálfan daginn í 4 vikur.

Laun á tímann m/orlofi: 385,00 kr.

Launatímabil
1. útborgun:Launatímabil: 4. júní – 25. Júní, útborgunardagur: 1. júlí
2. útborgun:Launatímabil: 26. júní – 16. Júlí, útborgunardagur: 22. júlí
3. útborgun:Launatímabil: 17. júlí – 6. ágúst, útborgunardagur: 12. ágúst

aðeins er greitt fyrir unnar vinnustundir.

 

Innritun
Innritun í vinnuskólann fer fram í Ráðhúsinu, Hvammstanga og í síma 455-2400 og eru umsækjendur hvattir til að innrita sig sem fyrst og eigi síðar en 15.maí n.k. Við innritun þarf að gefa upp bankaupplýsingar. 16. ára ungmenni þurfa að skila inn skattkorti við upphaf vinnu.

Var efnið á síðunni hjálplegt?