Við bjóðum góðan dag alla daga

Við bjóðum góðan dag alla daga

Dagur leikskólans 6. febrúar 2015 er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins. 6. febrúar er merkisdagur í Íslenskri leikskólasögu, því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Dagur leikskólans er samstarfsverkefni

Félags leikskólakennara, 

Félags stjórnenda leikskóla,

Mennta-og menningarmálaráðuneytis,

Samband Íslenskra sveitarfélaga og

Heimilis og skóla.

Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfssemina út á við.

Leikskólabörnin komu færandi hendi í Ráðhúsið og færðu sveitarstjóra fallega mynd og aftan á henni má sjá upplýsingar um dag leikskólans og hvers vegna 6. febrúar er merkisdagur í Íslenskri leikskólasögu.

leiksk2015 (1).JPG

leiksk2015 (8).JPG

Var efnið á síðunni hjálplegt?