Vegleg gjöf frá Gærunum

Gærurnar við nýju stafrænu klukkuna.
Gærurnar við nýju stafrænu klukkuna.

Í sumar barst íþróttamiðstöðinni vegleg gjöf frá Gærunum, en þær halda úti nytjamarkaðinum á Hvammstanga. Var þetta í þriðja skiptið sem íþróttamiðstöðin naut góðs af því góða starfi sem Gærurnar inna af hendi. Í þetta skiptið afhentu Gærurnar íþróttamiðstöðinni stafræna klukku fyrir sundlaugarsvæðið. Klukkan mun gera gestum kleift að fylgjast með raunhita bæði í sundlaug og nuddpotti, útihitastigi og hvað tímanum líður. Áður höfðu Gærurnar gefið íþróttamiðstöðinni hjartastuðtæki og vindur fyrir sundföt.

Slagorð Gæranna „Eins rusl er annars gull“ gerir þeim mögulegt að gefa aftur út í samfélagið og hafa gestir íþróttamiðstöðvarinnar sannarlega notið góðs af. Gærunum eru færðar kærar þakkir fyrir þessar veglegu gjafir.

Var efnið á síðunni hjálplegt?