Vega- og brúarframkvæmdir í Vesturhópi

Nú standa yfir vega- og brúarframkvæmdir við Vesturhópshólaá í Vesturhópi. Um er að ræða nýbyggingu vegar, um 1 km og endurbyggingu á 1,2 km kafla milli Vesturhópshóla og Þorfinnsstaða. Ekki gekk áfallalaust að hefja verkið því brúargerðin var tvívegis boðin út en engin tilboð bárust. Brúarflokkur Vegagerðarinnar tók verkið því að sér og hefur unnið að því í sumar. Brúarflokkurinn er því við vinnu í heimasveit því hann er gerður út frá Hvammstanga. 

Framkvæmdum miðar vel eins og myndirnar sem teknar voru á fallegum haustdegi nýverið bera með sér. Þó ekki verði langur kafli vegarins byggður upp í tengslum við þessa framkvæmd munar um allt. 

Myndir: Bogi Kristinsson Magnusen

Var efnið á síðunni hjálplegt?