Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga, sem fram eiga að fara laugardaginn 31. maí 2014, er hafin hjá sýslumanninum á Blönduósi, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi.  Opið er alla virka daga frá kl. 09:00 – 15:00 eða eftir nánara samkomulagi.

 

Eftirtaldir hafa verið skipaðir hreppsstjórar vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar:

 

Húnaþing vestra:

Guðrún Ragnarsdóttir, Bakkatúni 2, Hvammstanga, s-893-7700.

 

Sveitarfélagið Skagaströnd:

Lárus Ægir Guðmundsson, Einbúastíg 2, Skagaströnd, s-864-7444.

 

Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni á sérstöku eyðublaði sem finna má á “www.kosning.is” eigi síðar, mánudaginn 26. maí 2014.

 

Á kjördag verður opið hjá sýslumannsembættinu á Blönduósi frá kl. 16:00 – 18:00.

 

Það skal tekið sérstaklega fram að hægt er að kjósa utan kjörfundar hjá öllum sýslumannsembættum landsins.

 

Blönduósi, 14. apríl 2013

 

Bjarni Stefánsson

Sýslumaður á Blönduósi.

Var efnið á síðunni hjálplegt?