Upprekstur hrossa í Kirkjuhvamm

Upprekstur hrossa í Kirkjuhvamm

Héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins hefur tekið fyrri ákvörðun sína um upprekstur hrossa í Kirkjuhvamm til endurskoðunar.

Heimild til uppreksturs hrossa er veitt frá og með 18. júní nk.

Þeir íbúar sem lögheimili eiga í fyrrum Hvammstangahreppi og hyggjast nýta sér heimild til upprekstrar búfjár í Kirkjuhvamm skulu tilkynna það skriflega til skrifstofu Húnaþings vestra og tilgreina jafnframt fjölda búfjár sem sleppt verður.

Hvammstangi 12. júní 2014
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.

Var efnið á síðunni hjálplegt?