Upprekstur á Arnarvatnsheiði

Þriðjudaginn 11. júní 2019 ákvað fjallskilastjórn Miðfirðinga eftir nokkra símafundi að leyfa upprekstur sauðfjár á Arnarvatnsheiði frá og með deginum í dag.  Nú hafa komið nokkrir hlýir dagar sem hafa strax jákvæð áhrif á gróðurfarið.  Heimilt er að fara með 1 vagn 12. júní frá býli og annan föstudaginn 14. júní.  Bændur meti svo sjálfir ástandið eftir það.

Upprekstur hrossa leyfður frá og með 1. Júlí.

Fleira ekki tekið fyrir.

Rafn Benediktsson
Ebba Gunnarsdóttir
Valgerður Kristjánsdóttir

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?