Upplestur á Bókasafninu

Upplestur á Bókasafninu

Fimmtudaginn 14. desember kl. 17:00 mun Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur kynna nýútkomna bók sína,Sakir útkljáðar: Sáttabók Miðfjarðarumdæmis í Húnavatnssýslu 1799–1865, á Bókasafni Húnaþings vestra, Höfðabraut 6.

Bókin samanstendur af uppskrifuðu handriti af gjörðabók sáttanefndar í Miðfjarðarsáttaumdæmi, en það náði frá Staðarhreppi í Hrútafirði, um alla Miðfjarðardali og út á Vatnsnes. Einnig er ítarlegur inngangskafli sem fjallar um stofnun sáttanefnda í ríkjum Danakonungs og störf sáttanefnda hér á landi. Bókin veitir einstaka innsýn í líf og kjör almennings í Húnaþingi á fyrri hluta 19. aldar og er kjörin í jólapakka alls söguáhugafólks.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?