Uppfærð áfangastaðaáætlun

Uppfærð áfangastaðaáætlun

Út er komin uppfærð áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland fyrir árin 2021-2023. Í áætluninni eru dregin saman helstu stefnumál er varða ferðaþjónustuna. Þar eru meðal annars tilgreind forgangsverkefni hvers sveitarfélags í landshlutanum. Áætlunin var gefin út í byrjun árs 2021 en nú hafa forgangsverkefni verið uppfærð sem og upplýsingar um sveitarfélög, sem hafa sameinast. 

Forgangsverkefni í Húnaþingi vestra í áætluninni eru: 

  • Vatnsnes - uppbygging áningarstaða.
  • Borðeyri -  útfærsla og þróun Borðeyrar sem áfangastaðar í kjölfar skilgreiningar "verndarsvæðis í byggð".
  • Hafnarsvæðið á Hvammstanga - bætt heildarásýnd hafnarsvæðiðs.
  • Kolugljúfur - uppbygging og frágangur til að mæta aukinni umferð.
  • Reykir - efling svæðisins á Reykjum í Hrútafirði sem áfangastað

Áfangastaðaáætlun Norðurlands er aðgengileg hér.

Var efnið á síðunni hjálplegt?