Undirritun samnings um styrk til vatnslagnar

Undirritun samnings um styrk til vatnslagnar

Á dögunum var undirritaður samningur vegna styrks sem sveitarfélagið hlaut úr byggðaáætlun til lagningar vatnslagnar frá Hvammstanga að Laugarbakka. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra eru umsjónaraðli úthlutunarinnar af hálfu hins opinbera. Undirrituðu Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri SSNV og Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri samkomulag um styrkinn sem hljóðar upp á 15 milljónir.

Ástæða er til að þakka þennan styrk til þessa brýna verkefnis. Gera má ráð fyrir að framkvæmdir hefjist innan tíðar.

Var efnið á síðunni hjálplegt?