Umsóknir í Húnasjóð 2017

Umsóknir í Húnasjóð 2017

Húnasjóð stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir til þess að minnast starfs Alþýðuskóla Húnvetninga, sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920.  Tilgangur sjóðsins er að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra.  Samkvæmt skipulagsskrá fyrir Húnasjóð sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 12. október 2000 skal sveitarsjóður leggja sjóðnum árlega til fé skv. fjárhagsáætlun hverju sinni.  Árlegu framlagi Húnaþings vestra ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls skal úthluta í styrki á ári hverju.

Skriflegar umsóknir um styrk vegna ársins 2017 ásamt lýsingu á námi skulu berast skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga á þar til gerðum eyðublöðum í síðasta lagi 12. júlí n.k.

Umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á heimasíðunni  www.hunathing.is   undir liðnum eyðublöð.

 

Sveitarstjóri.

Úthlutunarreglur Húnasjóðs

 

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 30. maí 2016 voru úthlutunarreglur Húnasjóðs samþykktar og síðan staðfestar á sveitarstjórnarfundi þann 9. júní sama ár.

Stjórn Húnasjóðs veitir árlega styrki úr sjóðnum.

 

Eftirtaldir geta átt möguleika á styrk úr sjóðnum;

Þeir sem lögheimili eiga í Húnaþingi vestra og hafa átt það a.m.k. frá 1. desember árið fyrir úthlutun. 

Námsmenn sem stunda nám erlendis og þurfa að flytja lögheimili sitt þangað geta sótt um styrk, ef lögheimili þeirra hefur verið síðustu 6 mánuði fyrir flutning í Húnaþingi vestra

Þeir sem stunda nám á háskólastigi þó ekki doktorsnemar.
Þeir sem stunda fagnám til starfsréttinda sem ekki eru á samningi við vinnuveitanda í starfsgrein sinni.
Háskólanemar- og nemar í fagnámi þurfa að vera á síðasta námsári eða að hafa lokið námi sínu eftir síðustu úthlutun  til að geta fengið styrk.

Húnasjóður veitir einnig styrki vegna námskeiða ef talið er að þau styrki viðkomandi í starfi.  Þó fæst ekki styrkur ef viðkomandi er styrktur af vinnuveitanda sínum eða stéttarfélagi. Styrkur vegna námskeiða er ekki greiddur út nema við framlagningu reikninga um kostnað viðkomandi námskeiðs.

 

Sveitarstjórn ákveður heildarupphæð styrkja á ári hverju, en byggðarráð úthlutar þeim fjármunum sem eru til ráðstöfunar hverju sinni  og ákveður upphæð einstakra styrkja, sem geta verið misháir milli einstaklinga.  Þó umsækjandi uppfylli öll skilyrði tryggir það ekki styrk.

Úthlutun byggðráðs er endanleg og þarfnast ekki rökstuðnings og verður ekki vísað til æðra stjórnvalds.

Umsækjandi getur einungis fengið styrk einu sinni úr sjóðnum.

Var efnið á síðunni hjálplegt?