Umsókn um styrk til félags-, menningar- og atvinnumála árið 2023

Umsókn um styrk til félags-, menningar- og atvinnumála árið 2023

Umsóknina er að finna undir eyðublöðum þeim sem tilheyra fjármála- og stjórnsýslusviði, sjá HÉR. Lokafrestur til að skila inn umsóknum er föstudagurinn 23. september nk. Athygli er vakin á því að umsóknir sem berast að þeim fresti liðnum munu ekki njóta forgangs við afgreiðslu sveitarstjórnar.


Þau félagasamtök eða einstaklingar sem sækja um fjárstyrk vegna verkefnis eða málefna sem Húnaþing vestra veitti styrk til á árinu 2022, skulu láta fylgja skriflega greinargerð um ráðstöfun styrksins með nýrri umsókn fyrir komandi ár.


Unnur Valborg Hilmarsdóttir,
sveitarstjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?