Umhverfismoli

LJÓSAPERUR - flúorperur, halogenperur og sparperur -  flokkast sem spilliefni og skal safnað sérstaklega vegna þess að þær innihalda spilliefnin flúor og kvikasilfur sem þarf að fanga til að þau komist ekki í jarðveg. Hægt er að skila til Hirðu á opnunartíma án sérstaks gjalds.

Sorptunnur

Við bendum íbúum á að staðsetja endurvinnslutunnuna nærri heimilissorpstunnunni og helst við hlið hennar, sé hægt að koma því við. Einnig er mikilvægt að ekki séu aðrar eldri sorptunnur sem ekki á að hirða úr við hlið þeirra, það getur valdið ruglingi starfsmanna við hirðuna.

Sorptunnufestingar

Sorptunnufestingar eru fáanlegar í áhaldahúsinu og í Hirðu á opnunartíma.

Var efnið á síðunni hjálplegt?