
Í tengslum við verkefnið Skólar á grænni grein sem leikskólinn Ásgarður er þátttakandi í höldum við umhverfisdag í Ásgarði
fimmtudaginn 2. júní næst komandi.
Af því tilefni langar okkur í samstarfi við Húnaþing vestra að halda bíllausan dag á Hvammstanga.
Við hvetjum þá íbúa Hunaþings vestra sem hafa kost á því að skilja bílinn eftir heima og ganga eða hjóla til vinnu. Fyrir þá sem koma lengra að er möguleiki á að leggja við félagsheimilið og ganga þaðan eða sameinast í bíla og draga með því móti úr bílaumferð.
Vonumst til að sem flestir taki þátt með okkur í þessum degi.
Starfsfólk leikskólans Ásgarðs