Tiltekt á hafnarsvæðinu

Tiltekt á hafnarsvæðinu

Síðustu misseri hefur staðið yfir hreinsun á hafnarsvæðinu, uppfyllingunni syðst á svæðinu. Enn er nokkuð af dóti eftir á svæðinu sem ekki hefur verið gefið heimild til aðstöðu. Sveitarfélagið hvetur þá sem eiga eða gera tilkall til þessara hluta að fjarlægja þá fyrir 1. febrúar 2022. Hlutunum verður fargað eftir þann tíma á kostnað eigenda.

Bent er á að sveitarfélagið býður upp á geymslupláss í afgirtu og læstu porti í landi Syðri Kárastaða og geta íbúar fengið leigt þar pláss samkv. gjaldskrá. Umsóknareyðublöð eru í ráðhúsi.

Frekari upplýsingar gefur Björn Bjarnason rekstrarstjóra í síma. 771-4950.

Var efnið á síðunni hjálplegt?