Tillaga að deiliskipulagi fyrir Kolugljúfur

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Kolugljúfur

AUGLÝSING 

Tillaga að deiliskipulagi  fyrir Kolugljúfur, Víðidal, Húnaþingi vestra

Sveitarstjórn Húnaþings vestra  samþykkti þann 26. maí s.l.  að auglýsa  skv. 1. mgr, 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi við Kolugljúfur í Húnaþingi vestra.

Deiliskipulagssvæðið er um 7.8 ha að stærð og er í eigu tveggja jarða, Bakka og Kolugils. Kolugljúfur er á C-hluta náttúruminjaskrá. Markmið með fyrirhuguðu deiliskipulagi er að bæta aðgengi, öryggi, upplýsingar og umferð ferðamanna um skipulagssvæðið. 
Tillöguppdráttur ásamt fornleifaskýrslu mun liggja fram í Ráðhúsi Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, einnig HÉR  frá 6. Júní – 18. Júlí 2017.

Athugasemdir og ábendingar við deiliskipulagstillöguna skulu vera skriflegar. Þær skulu berast í síðasta lagi 18. júlí 2017, til skrifstofu Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á netfangið:skrifstofa@hunathing.is þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

 

Guðný Hrund Karlsdóttir
sveitarstjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?