Tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga

Tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga

Tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga.

Sveitarstjórn Húnaþings vestra  samþykkti þann 11. apríl 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið Hvammstanga skv. 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010

Deiliskipulagssvæðið markast af Strandgötu, Brekkugötu og Höfðabraut að vestanverðu og er um 11 ha. að stærð. Í tillögunni er gerð grein fyrir nýjum og núverandi lóðum, byggingarreitum og samgöngumálum.

Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð og fornleifaskýrslu liggur frammi í Ráðhúsi Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga frá og með þriðjudeginum 2. maí til og með 14. júní 2017. Einnig eru gögnin aðgengileg HÉR

Athugasemdir og ábendingar við deiliskipulagstillöguna skulu vera skriflegar. Þær skulu berast í síðasta lagi 14. júní 2017, til skrifstofu Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á netfangið: skrifstofa@hunathing.is þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

 

Guðný Hrund Karlsdóttir
sveitarstjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?