Tilkynning um afgreiðslu á breytingu á aðalskipulagi 2002-2014 og deiliskipulagi

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 12. janúar 2012 var samþykkt tillaga um breytingu á aðalskipulagi 2002-2014 og deiliskipulag austan Norðurbrautar á Hvammstanga í Húnaþingi vestra.

Tillaga um breytingu á aðalskipulagi 2002-2014 og tillaga að deiliskipulagi var auglýst þann 19. október 2011. Athugasemdafrestur rann út 30. nóvember sl. Fimmathugasemda bréf bárust frá þremur aðilum, Þrjú vegna deiliskipulagstillögunnar, eitt sem var bæði um aðalskipulagstillöguna og deiliskipulagstillöguna og eitt um aðalskipulagstillöguna. Þeim sem gerðu athugasemdir hefur verið svarað með formlegum hætti. Nánari upplýsingar um afgreiðslu þessa skipulagsmáls veitir Ólafur H. Stefánsson, forstöðumaður tæknideildar Húnaþings vestra í síma 455-2400.

Hvammstangi 30. janúar 2012
F.h. sveitarstjóra Guðrún Ragnarsdóttir

Var efnið á síðunni hjálplegt?