Tilkynning frá Íþróttamiðstöð vegna líkamsræktarsalarins.

Tilkynning frá Íþróttamiðstöð vegna líkamsræktarsalarins.

Ákvæði nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum heimilar opnun líkamsræktarstöðva að uppfylltum ströngum skilyrðum.

 „Íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi sem krefst nándar, snertingar eða notkunar gólf-, loft- eða veggfasts sameiginlegs búnaðar og stórra tækja, svo sem í tækjasölum heilsuræktarstöðva, er óheimil. Notkun á öðrum sameiginlegum búnaði, svo sem handlóðum, hjólum eða dýnum, er heimil ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Búnaður skal ekki fara á milli notenda í sama hóptíma og skal sótthreinsaður fyrir og eftir æfingu. Í húsnæði þar sem slík starfsemi fer fram gildir ákvæði 1. mgr. 3. gr. um fjöldatakmörkun.“

 

Í ljósi þessa er líkamsræktarsalur Íþróttamiðstöðvar Húnaþings vestra lokaður fyrir almenning, en opið er fyrir hóptíma samkv. ofanrituðu.

 

Reglur um hóptíma í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra:

  • Aðeins skipulagðir hóptímar leyfðir undir leiðsögn þjálfara
  • Tveggja metra reglan tekin upp að nýju
  • Búnaður má ekki fara á milli notenda í hóptímum
  • Þjálfari skal sjá til þess að allur búnaður sé sótthreinsaður fyrir og eftir hverja æfingu
  • Tækjasalur er lokaður fyrir almenning til 10. nóvember sbr. reglugerð 1015/2020. Einstaklingsæfingar eru því með öllu óheimilar frá 20. október til 10. nóvember
  • Iðkendur eru hvattir til að koma fullbúnir á æfingu

Var efnið á síðunni hjálplegt?