Tilkynning frá íþróttahúsi

Tilkynning frá íþróttahúsi

Vegna framkvæmda við íþróttamiðstöð verður íþróttahúsið lokað næstu vikurnar og þar af leiðandi fellur öll skipulögð íþróttastarfsemi niður í íþróttahúsinu.  Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á mánudaginn 28. ágúst og ef allt gengur samkvæmt áætlun mun húsið opna aftur í byrjun október.

Sundlaugin og þrektækjasalur verða áfram opin samkvæmt venjubundnum opnunartíma nema annað verði auglýst.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

 

Íþrótta-og tómstundafulltrúi

Var efnið á síðunni hjálplegt?