Tilkynning frá fjallskilastjórn Miðfirðinga- upprekstur búfjár

Tilkynning frá fjallskilastjórn Miðfirðinga- upprekstur búfjár

Miðvikudaginn 7. júní 2017 kl 9:00 fór hluti af fjallskilastjórn Miðfirðinga, ásamt Önnu Margréti ráðunaut, að skoða ástand gróðurs á afrétt Miðfirðinga.  Farið var í Vesturárdal.  Gróður kominn vel af stað. 

Ákveðið að leyfa upprekstur sauðfjár frá og með deginum í dag.  Mælist fjallskilastjórn til að menn keyri hóflega fram í byrjun.

Upprekstur hrossa er leyfður frá og með 1. júlí 2017. 

Samkvæmt samkomulagi milli Hrútfirðinga og Miðfirðinga verða réttir næsta haust 9. september.  Hefð hefur skapast fyrir því að fara í göngur fyrsta fimmtudag í september.

Fleira ekki tekið fyrir.

Rafn Benediktsson

Valgerður Kristjánsdóttir

Var efnið á síðunni hjálplegt?