Tilkynning frá almannavarnarnefnd og lögreglunni

Tilkynning frá almannavarnarnefnd og lögreglunni

**English below**

Lögreglan á Norðurlandi vestra og almannavarnarnefndir í Skagafirði og Húnavatnssýslum vekja athygli á að afar slæm veðurspá er fyrir Norðurland vestra og hefur Veðurstofan sett á rauða og appelsínugula viðvörun fyrir landið allt. 

Spáð er austanátt, allt að 40 m/sek og mun meira í hviðum á Norðurlandi vestra. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á öllu landinu og aðgerðastjórn almannavarna fyrir svæðið verið virkjuð. Samkvæmt spá Veðurstofu er jafnframt mikil hætta á snjóflóðum á utanverðum Tröllaskaga.

Allir íbúar á svæðinu, forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana, ásamt öllum sem staddir eru í landshlutanum, eru beðnir um að taka þessa veðurspá alvarlega, tryggja lausamuni utandyra eins og kostur er og fara yfir húseignir sínar með tilliti til þess hvað getur farið af stað í óveðrinu. Þá er því beint til fólks að vera alls ekki á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir, enda má gera ráð fyrir víðtækum lokunum vega frá miðnætti í kvöld. Öllu skólahaldi á Norðurlandi vestra hefur verið aflýst föstudaginn 14. febrúar.

Íbúum er bent á að þurfi þeir aðstoðar við þá skal hringja í neyðarnúmerið 112.

Almenningi er bent á að fylgjast vel með fréttum og frekari tilkynningum frá Almannavörnum á facebook-síðu Lögreglunnar

 

 

The Police and Civil Protection Authorities in NW Iceland want to draw attention to a really bad weather forecast for NW Iceland. The Icelandic Met Office has issued red and orange warning because of weather for all of Iceland.

In the area, the forecast predicts easterly winds, up to 40m/sec (144 km/h) and much more in gusts. The Civil Protection Authorities have declared „assessment phase“ for the whole of Iceland. The CPA management center has been activated for the area. According to estimations of the Met Office there is a high risk of avalanches on the Northern part of Tröllaskagi Peninsula.

All inhabitants, managers of companies and institutions, as well as everyone in the area, are asked to take this weather forecast seriously, secure, as much as possible,  all loose objects and other structures outdoors and systematically inspect their properties, with the light of what can move in the storm. People are asked not to travel during the storm. Major roads are going to be closed from midnight tonight. All schools in NW Iceland are going to be closed Friday February 14th.

In the need of assistance please call the emergency number 112

Please follow the news and information from the Civil Protection Authorities on the facebook page of the Police and homepages of municipalities, if possible

á Norðurlandi vestra og heimasíðum sveitarfélaganna eftir því sem við á.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?