Þorrablót í Húnaþingi vestra.

Þorrablót í Húnaþingi vestra.

Þorrinn er genginn í garð með tilheyrandi þorrablótum og í dag  23.janúar er bóndadagur samkvæmt gamalli íslenskri hefð.


Það eru nokkur þorrablótin sem haldin verða hér í Húnaþingi vestra í ár.


Þorrablót eldri borgara verður haldið laugardagskvöldið 24. janúar n.k. í Nestúni á Hvammstanga. Þorrablótið hefst kl. 19:00 og vegna takmarkaðs sætafjölda ganga félagsmenn fyrir. Miðaverð er 4.000 kr. og skulu miðapantanir fara fram fyrir 19. janúar n.k. Hægt er að panta miða hjá Soffíu (s. 451-2253 / 894-5153) og Trausta (s. 451-2908 / 899-2904).

Þorrablót Víðdælinga verður haldið í félagsheimilinu Víðihlíð laugardagskvöldið 31. janúar n.k.

Þorrablót Umf. Kormáks verður haldið í Félagsheimilinu Hvammstanga laugardagskvöldið 7. febrúar n.k. Þorrablótið hefst kl. 20:00 og húsið opnar kl. 19:30.

Þorrablót Miðfirðinga og Hrútfirðinga austanvert verður haldið í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka laugardagskvöldið 14. febrúar n.k. og hefst blótið kl. 20:30. Upplyfting leikur fyrir dansi og framreiddur matur kemur frá Múlakaffi.

Þorrablót Bæhreppinga verður haldið á Borðeyri laugardagskvöldið 21. febrúar n.k.


Til gamans:

 Í þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt að bóndi skyldi bjóða þorra velkominn með eftirfarandi hætti:


... með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk í garð. Áttu þeir að fara ofan og á skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra skálmina og láta hina lafa og draga hana á eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkomin í garð eða til húsa. Síðan áttu þeir að halda öðrum bændum úr byggðarlaginu veislu fyrsta þorradag; þetta er „að fagna þorra“.

 Sumstaðar á Norðurlandi er fyrsti þorradagur enn í dag kallaður „bóndadagur“ á þá húsfreyjan að halda vel til bónda síns og heita þau hátíðabrigði ennþá þorrablót.

 Þorri er nafnið á fjórða mánuði vetrar að gömlu íslensku misseratali. Þorranum fylgja þorrablót sem haldin eru víða um land.

 Heimildir fengnar af wikipedia.


 

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?