Þjóðhátíðardagskrá Húnaþings vestra á Hvammstanga

Þjóðhátíðardagskrá  Húnaþings vestra á Hvammstanga

Það stefnir í skemmtilegan Þjóðhátíðardag í Húnaþingi vestra á Hvammstanga en búið er að setja saman fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Dagurinn verður tekinn snemma með dorgveiðikeppni við Norðurbryggju og eru ungir sem aldnir hvattir til að mæta. Kl 2 hefst skrúðgönga frá íþróttarhúsinu að skólanum þar sem 9. bekkur grunnskólans mun sjá um hátíðarkaffi og grill og andlitsmálning verður í boði samhliða því. Hoppkastali verður á svæðinu og leikir fyrir krakkana. Dagskráin mun enda með tónleikum fyrir eldri borgara á sjúkrastofnunni en dagskrána í heild má sjá hér að neðan.

 

Þjóðhátíðardagskrá

Húnaþings vestra á Hvammstanga

 

10-12:00

Frítt í sund fyrir alla.

 

10-11:00 

Dorgveiðikeppni við Norðurbryggju, skráning á staðnum frá 9:30. Börn í fylgd forráðamanna og muna að taka stöngina sína með.

 

11:00

Þjóðhátíðarmessa í Staðarbakkakirkju með söngfólki úr kórum héraðsins. Organisti er Pálína F. Skúladóttir og prestur Sr. Guðni Þór Ólafsson. Á eftir verður kaffi undir kirkjuvegg í boði staðarfólks og eru gestir hvattir til að viðra þjóðbúninginn.

 

14-16:00

Skrúðganga, leidd af söngfólki héraðsins frá íþróttarhúsi að grunnskólanum á Hvammstanga með viðkomu á sjúkrastofnuninni.  Hátíðarræða og fjallkona við grunnskólann.  9. bekkur verður með hátíðarkaffi og grillsölu sem og öðrum hátíðarvarningi. Hoppkastali og sprell fyrir börnin og nýbúarnir okkar frá Sýrlandi verða með kynningu á sér og sinni menningu.

 

16-17:00  

Ingimar Oddsson flytur hjartnæmustu lög 20. aldar fyrir eldri-borgara á sjúkrastofnun Hvammstanga.

 

Krakkar eru hvattir til að grafa upp íslenska fánann heima eða föndra 

Var efnið á síðunni hjálplegt?