Þingmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu komu til Hvammstanga í gær

Þingmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu komu til Hvammstanga í gær

Þingmenn framsóknarflokksins í kjördæminu komu til Hvammstanga í gær.  Þeir byrjuðu á að heimsækja Ráðhús sveitarfélagsins og funda með sveitarstjóra í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi sveitarfélagsins og helstu áherslur sveitarstjórnar m.a. í heilbrigðis-, samgöngu-, mennta- og fjarskiptamálum.  Í framhaldi af því heimsóttu þau fyrirtæki og stofnanir.  Við þökkum þingmönnunum fyrir góða heimsókn.

 

Hér má sjá þingmennina ásamt Elínu Líndal oddvita minnihluta sveitarstjóra og Unni Valborgu Hilmarsdóttur oddvita meirihluta sveitarstjórnar, á Selasetrinu.

amyndmedfrett.JPG

Frá vinstri Elín Líndal,Gunnar Bragi Sveinsson,Ásmundur Einar Daðason,Unnur Valborg Hilmarsdóttir,Jóhanna M. Sigmundsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir

Sveitarstjóri.

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?