Þar sem firðir og jöklar mætast – Grænlandsdvöl Rannveigar H. Líndal 1921 – 1923

Þar sem firðir og jöklar mætast – Grænlandsdvöl Rannveigar H. Líndal 1921 – 1923

Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna opnar sýninguna „Þar sem firðir og jöklar mætast – Grænlandsdvöl Rannveigar H. Líndal 1921 – 1923“  

Rannveig, frá Lækjamóti í Víðidal, var merkiskona sem fór ótroðnar slóðir og lifði viðburðaríku lífi.  Árið 1921 bauðst henni starf við kennslu í Grænlandi.  Þar dvaldi hún í tvö ár og hélt dagbók um dvöl sína á meðan auk þess sem hún skrifaði fjöldamörg bréf heim til Íslands, tók fjölda ljósmynda og teiknaði myndir.  Sýningin er byggð á þessum heimildum sem varðveittar eru á Héraðsskjalasafni Vestur-Húnavatnssýslu.

Rannveig var kennari við húsmæðraskóla, bæði á Blönduósi og á Staðarfelli.  Var barnakennari bæði á Íslandi og í Noregi, var  2 ár á Grænlandi á vegum Búnaðarfélags Íslands, fimm ár umferðakennari í verklegum fræðum á Norðurlandi.  Síðustu 9 ár ævinnar var Rannveig forstöðukona Tóvinnuskólans á Svalbarði við Eyjafjörð.

Sýningaropnunin verður þann 27. maí næstkomandi kl. 14:00 á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna.  Léttar veitingar verð í boði.

Allir velkomnir.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?