Við tökum þátt aftur í ár í Syndum
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. til 30. nóvember 2022.
Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess.
Átakið var formlega sett á laggirnar á sama tíma í fyrra og var þátttakan þá gríðarlega góð, en alls tóku landsmenn sig til og syntu heila 11,6 hringi í kringum landið. Það væri gaman að sjá hvort að við syndum lengra í ár.
Sundlaugin á Hvammstanga hefur skráð sig til leiks og allt sem þú þarft að gera er:
- Mæta
- Synda
- Skrá nafn og vegalengd á blað í afgreiðslunni í íþróttamiðstöðinni
Hlökkum til að sjá sem allra flesta