Sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014

Framboðsfrestur til sveitarstjórnarkosninga í Húnaþingi vestra er til kl. 12:00 þann 10. maí 2014. Formaður kjörstjórnar Húnaþings vestra tekur á móti framboðum fram að þeim tíma í Mörk.

 

Þann 13. maí verða lögleg framboð birt á heimasíðu sveitarfélagsins og í Sjónaukanum.

 

Þann 10. maí 2014 má atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefjast á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra, stofnunum fyrir fatlaða, í fangelsum og í heimahúsum fyrir kjósendur vegna sjúkdóma, fötlunar og barnsburðar.

 

Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal hafa borist kjörstjóra eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag, þ.e. 27. maí.

 

Kjörfundur verður haldinn í Félagheimilinu Hvammstanga þann 31. maí 2014, nánar auglýst síðar.

 

Kjörstjórn Húnaþings vestra

Sigurður Þór Ágústsson

Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir

Karl Ásgeir Sigurgeirsson

Var efnið á síðunni hjálplegt?