Sundkeppni sveitarfélaga

Sundkeppni sveitarfélaga

Einn liður í Hreyfiviku UMFÍ er sundkeppni á milli sveitarfélaga.

Í fyrra var Húnaþing vestra í fjórða sæti af 28 sveitarfélögum með 91 metra á hvern íbúa.

Við hvetjum íbúa að taka þátt í þessari skemmtilegu keppni, það er mjög einfalt að taka þátt: Eyðublað mun liggja frammi í afgreiðslu  fyrir sundgesti þar sem þeir skrá hversu marga metra þeir syntu. Starfsmenn sundlaugar taka síðan saman hversu margir einstaklingar syntu hvern dag og hversu marga metra þeir syntu. Þessar upplýsingar verða sendar daglega til  UMFÍ.  Starfsmaður UMFÍ sér um að reikna út stöðu hvers sveitarfélags út frá íbúafjölda. Staða sveitarfélaga og keppninnar í heild er send út og birt daglega um hádegi á heimasíðu UMFÍ sem og á samfélagsmiðlum UMFÍ.

Við munum einnig birta úrslit á siðu Húnaþing vestra og facebook siðu sundlaugar.

Á síðasta ári myndaðist afar skemmtileg stemning í mörgum sveitarfélögum. Fólk var duglegt við að hvetja hvort annað til þess að taka þátt, ekki leggjast beint í heita pottinn heldur synda nokkrar ferðir í sundlauginni og slappa síðan af.

Var efnið á síðunni hjálplegt?