Sumarátaksstörf fyrir námsmenn

Sumarátaksstörf fyrir námsmenn

Húnaþing vestra auglýsir sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Störfin eru hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samstarfi við Vinnumálastofnun til þess að fjölga tímabundið störfum fyrir námsmenn vegna COVID-19. Í boði eru 4 störf.

Störfin eru fjölbreytt og eru m.a.:

 • Umhverfisstörf sem í felast fegrun umhverfis og ásýndar sveitarfélagsins.
 • Skráning og skipulagning muna fyrir Byggðasafn Húnvetninga- og Stranda og/eða skráning hjá Bóka- og skjalasafni Húnaþings vestra.  Starfið hentar vel nemendum í safnafræði, sagnfræði, þjóðfræði eða skyldum greinum.
 • Brunavarnir Húnaþings vestra. Yfirfara og uppfæra ýmis gögn hjá Brunavörnum Húnaþings vestra og önnur tilfallandi verkefni undir leiðsögn slökkviliðsstjóra.  Starfið hentar vel nemenda í verkfærði, tæknifræði eða skyldum greinum. 

Eftirfarandi hæfniskröfur eru gerðar:

 • Lipurð í mannlegum samskiptum, háttvísi og kurteisi
 • Færni til þess að vinna vel í hóp 
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Jákvæðni, starfsgleði, kurteisi, frumkvæði og sveigjanleiki
 • Samviskusemi og stundvísi 

Skilyrði:

 • Umsókn þarf að fylgja staðfesting á námi milli anna þ.e. nemendur verða að vera að koma úr námi og á leið í nám í haust. Þá þurfa að liggja fyrir upplýsingar um menntun og fyrri störf.
 • Ráðningartími er 2 mánuðir og er miðað við að tímabilið sé 1. júní - 31. ágúst.
 • Námsmenn þurfa að vera 18 ára á árinu.
 • Laun eru aldrei lægri en kjarasamningar segja til um vegna viðkomandi starfs.
 • Um ráðningar vegna vinnumarkaðsátaks gilda sömu reglur og um ráðningar starfsmanna sveitarfélaga.
 • Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Umsóknir skulu berast á netfangið rjona@hunathing.is

Áhugasamir eru hvattir til þess að sækja um!

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um störfin hjá sveitarstjóra á netfanginu rjona@hunathing.is eða umhverfisstjóra á netfanginu ina@hunathing.is eða í síma 455 2400.

Umsóknarfrestur til og með 28. maí 2020.

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?