Sumarafleysing á sambýlið óskast

Starfsmaður óskast í sumarafleysingar við Sambýlið Grundartúni 10- 12 Hvammstanga.

Laust er til umsóknar umönnunarstarf við Sambýlið á Hvammstanga, frá 24.05.og til með 27.08.2012.

Starfið felst í umönnun og stuðningi við fatlað fólk.
Um er að ræða lifandi og gefandi starf með áhugaverðu fólki.
Unnið er á vöktum.

Við leitum að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi sem sýnir starfinu og heimilismönnum virðingu.
Þekking og reynsla við vinnu á sambýli er æskileg en ekki skilyrði. Æskilegt að viðkomandi sé orðinn 20 ára.

Í samræmi við jafnréttisáætlun Húnaþings vestra er hvatt til að karlar jafnt sem konur sæki um starfið.
Umsóknum skilað á netfangið mfhv@simnet.is

Upplýsingar um starfið veitir Jón Ingi Björgvinsson forstöðumaður Sambýlis og Iðju, sími:8933840
Umsóknarfrestur er til og með 14. maí 2012.

Var efnið á síðunni hjálplegt?