Störf við Grunnskóla Húnaþings vestra haustið 2014

Störf við Grunnskóla Húnaþings vestra haustið 2014

Grunnskóli Húnaþings vestra er heildstæður, með um 160 nemendur á tveimur starfsstöðvum. Í Grunnskóla Húnaþings vestra er starfað eftir starfsaðferðum Byrjendalæsis og áhersla lögð á teymisvinnu og samstarf í öllu skólastarfinu. Á næsta skólaári stefnir skólinn á að hefja þriggja ára þróunarverkefni með áherslu á læsi og starfsaðferðir Orðs af orði. Skólinn hefur í áraraðir haft á að skipa góðu fagfólki og þar ríkir jákvæðni og góður starfsandi. Skólinn einkennist af fjölbreytni, sveigjanleika og víðsýni, þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa, áhuga og getu nemenda.

 

Staða aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra

Staða aðstoðarskólastjóra við Grunnskóla Húnaþings vestra er laus til umsóknar. Leitað er að einstaklingi með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í góðu samstarfi við aðra starfsmenn skólans.

Meginhlutverk aðstoðarskólastjóra er að: - Vera í forystu um mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Húnaþings vestra. à Vera staðgengill skólastjóra, bera ábyrgð á og stjórna daglegri starfsemi skólans í samstarfi við skólastjóra à Hafa í samráði við skólastjóra umsjón með starfsmannamálum s.s. ráðningum, vinnutilhögun, starfsþróun og fl. à Vinna að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins

Menntunarkröfur  -Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla -Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða æskileg

Hæfniskröfur -Frumkvæði og samstarfsvilji -Góðir skipulagshæfileikar -Hæfni í mannlegum samskiptum -Að vera reiðubúinn til að leita nýrra leiða í skólastarfi -Sveigjanleiki og víðsýni í starfi og samskiptum -Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og skólaþróunar æskileg -Fjölbreytt reynsla af kennslu og vinnu með börnum og unglingum

- Reynsla og/eða þekking á Byrjendalæsi og Orð af orði kostur

Umsókninni skal fylgja greinargóð skýrsla um störf umsækjanda og menntun, stjórnunarreynslu og hver þau verkefni sem hann hefur unnið að og varpað geta ljósi á færni hans til að sinna starfi aðstoðarskólastjóra. Í samræmi við jafnréttisáætlun Húnaþings vestra er hvatt til að karlar jafnt sem konur sæki um starfið. Staðan er laus frá 1. ágúst 2014. Umsóknarfrestur er til 28. apríl 2014 Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Stöður kennara við Grunnskóla Húnaþings vestra

Tvær tímabundnar stöður kennara við Grunnskóla Húnaþings vestra eru tímabundið lausar næsta skólaár:

  • Staða umsjónarkennara á yngsta stigi sem einnig annast tónmennt er laus til umsóknar. Um er að ræða fulla stöðu. Mikil áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu og starfsaðferðir Byrjendalæsis eru skilyrði. Staðan er laus frá 1. ágúst 2014. Umsóknarfrestur er til 28. apríl 2014 Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

 

  • Staða umsjónarkennara á miðstigi sem einnig annast íþróttakennslu er laus til umsóknar. Um er að ræða fulla stöðu. Mikil áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu og samstarf kennara á miðstigi. Skólinn stefnir á að taka upp starfsaðferðir Orðs af orði næsta vetur. Staðan er laus frá 1. ágúst 2014. Umsóknarfrestur er til 28. apríl 2014 Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

 

Í samræmi við jafnréttisáætlun Húnaþings vestra er hvatt til að karlar jafnt sem konur sæki um starfið. Umsóknum skal fylgja upplýsingar um menntun, fyrri störf og umsagnaraðila.

 

Nánari upplýsingar um ofangreindar stöður veitir skólastjóri, Sigurður Þór Ágústsson, s. 8625466, siggi@hunathing.is Umsóknir skulu berast til Grunnskóla Húnaþings vestra, pósthólf 90, 530 Hvammstangi. Hægt er að senda umsóknir á netfangið siggi@hunathing.is


2013 041.jpg

Var efnið á síðunni hjálplegt?