Starf við Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra

Starf við Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra

Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra auglýsir laust starf til umsóknar.

Um er að ræða eina 60-65 % stöðu til frambúðar frá 1. nóvember 2022.

Leitað er að einstaklingum sem hafa :
- ríka þjónustulund.
- góða hæfni í mannlegum samskiptum.
- reynslu af sambærilegum störfum.
- þekkingu á skyndihjálp og getu til að standast kröfur sem gerðar eru til sundlaugarvarða.

Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára og æskilegt er að viðkomandi standist stöðupróf í sundi.

Vinnutími: Vaktavinna

Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga og Stéttarfélagsins Samstöðu.

Umsóknir ásamt ferilskrá og umsagnaraðila sendist á netfangið tanja@hunathing.is. Nánari upplýsingar veittar í sama netfangi.

Umsóknarfrestur er til 24. október 2022 Nánari upplýsingar er einnig að finna undir flipanum laus störf.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi.

Var efnið á síðunni hjálplegt?